Um leikinn
The Quest for the Game er byggður á stuttmyndaseríunni The Quest for Soda og eru aðalpersónur hans dönsku unglingarnir og vinirnir Svenn og Svennz.
Svenn og Svennz fá tilboð frá hinum illa Agent Yonas sem þeir geta ekki hafnað. Hann býður þeim að eignast nýjasta og flottasta tölvuleikinn gegn því að færa honum eina Coca-Cola og eina Pepsi. Barnaleikur, ekki satt?
Því miður er lífið ekki svo einfalt fyrir Svenn og Svennz, en þeir lenda í því að þurfa að berjast við óvini og hlaupa frá verslunareigandanum Rasmusen oftar en einu sinni. Markmið leiksins er að komast í kastala Yonasar og færa honum gosið sem hann óskar sér svo heitt, svo vinirnir geti fengið tölvuleikinn.
Spilun leiksins
Í leiknum eru mörg „cutscenes“ sem leikmaður tekur ekki beinan þátt í fyrir utan að hoppa yfir textabox sem birtast, með Interact
-takkanum. Einnig er hægt að hraða á spilun textans með því að ýta á Interact
á meðan textinn er enn að skrifast á skjáinn. Bakgrunnstónlist er spiluð þegar leikmaður getur hreyft sig.
Til að komast áfram í umhverfinu gæti leikmaður mögulega þurft að taka upp hluti úr umhverfinu, eða eiga við þá á annan hátt. Til að gera það skal snúa að hlutnum og ýta á Interact
. Einnig þarf leikmaður stundum að tala við aðrar persónur í leiknum og virkar það alveg eins.
Í bardögum býðst leikmanni ýmist að gera árás eða lækna sjálfan sig. Það getur verið nauðsynlegt að lækna sig að einhverju leyti til þess að óvinurinn hafi ekki yfirhöndina.
Myndband af leik
Stýringar
Aðgerð | Lyklaborð | Xbox One fjarstýring |
---|---|---|
Hreyfa | WASD, örvatakkar | Vinstri stýrpinni |
Interact (áfram með texta, tala við, taka upp) | Z | A |
Pása | esc | ☰ |
Spila
Sækja leik fyrir macOS, Windows eða Linux
Um verkefnið
- Höfundar
- Reyn Alpha, Victor Wahid, Birkir Arndal
- Skóli
- Tækniskólinn - tölvubraut
- Áfangi og önn
- FORR3FL05EU-Hát (Leikjaforritun II) - vorönn 2020
- Leyfi
- GNU General Public License v3.0
Nánari upplýsingar um þróunarferli leiksins má finna í Wiki á GitHub.